Fyrsti fundur haustsins hjá KM Suðurland fór fram í Hellisheiðarvirkjun þriðjudaginn 17. september. Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri, tók á móti félagsmönnum og kynnti starfsemi virkjuninnar ásamt því að fara yfir fortíð og framtíð í notkunar á heitu vatni.
Þórir Erlingsson, forseti KM, fór einnig yfir vetrarstarfið, en mörg spennandi verkefni eru á dagskránni ásamt mánaðarlegum fundum hjá öllum deildum KM
.
Á fundinum var boðið upp á kjötsúpu frá Kjötbúrinu á Selfossi, en þar ræður matreiðslumeistarinn Fannar Geir Ólafsson ríkjum.
Á fundinum var einnig boðið uppá happdrætti en hjá KM suðurland hefur skapast sú hefð að hafa happdrætti annan hvern fund og sjá félagsmenn um að koma með vinninga með sér.