Septemberfundur KM Reykjavík var haldinn hjá Eflu, þekkingarfyrirtæki, þann 10. september. Þetta var fyrsti fundur starfsársins, en fundir er alla jafna haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði frá september til apríl.
Sigurður Thorlacius tók á móti félagsmönnum og fræddi fundarmenn um forrit sem reiknar út kolefnispor máltíða. Þessi fræðsla var áhugaverð og getur verið skref í átt að meiri umhverfisvitund.
Matreiðslumeistarar Eflu sáu um að elda fyrir félagsmenn og buðu þeir okkur uppá dýrindis lambasteik.
Á fundinum var vetrarstarfið kynnt, spennandi fundir og ýmsir viðburðir framundan. Að sjálfsögðu var happdrættið svo á sínum stað.
KM Reykjavík þakkar Eflu fyrir höfðinglegar móttökur.