Septemberfundur KM Reykjavík

Septemberfundur KM Reykjavík var haldinn hjá Eflu, þekkingarfyrirtæki, þann 10. september. Þetta var fyrsti fundur starfsársins, en fundir er alla jafna haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði frá september til apríl. 


Sigurður Thorlacius tók á móti félagsmönnum og fræddi fundarmenn um forrit sem reiknar út kolefnispor máltíða. Þessi fræðsla var áhugaverð og getur verið skref í átt að meiri umhverfisvitund.


Matreiðslumeistarar Eflu sáu um að elda fyrir félagsmenn og buðu þeir okkur uppá dýrindis lambasteik.


Á fundinum var vetrarstarfið kynnt, spennandi fundir og ýmsir viðburðir framundan. Að sjálfsögðu var happdrættið svo á sínum stað.


KM Reykjavík þakkar Eflu fyrir höfðinglegar móttökur.

 

Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Sýna fleiri fréttir
Share by: