Keppnin um Kokk ársins fór fram síðasliðin laugardag, þar sem fimm matreiðslumenn kepptu um titilinn Kokk ársins 2025.
Verkefnið var að elda 3ja rétta máltið á fimm tímum, skylduhráefni fyrir hvern rétt voru eftirfarandi.
Forréttur:
Kalkúnalæri
Pak choi ísl
Gulrætur
Smjördeig
Aðalréttur:
Skötuselur
Svartrót
Toppkál
Mórelusveppir
Hlíðar diskur/skál
Skötusels kinnar
Feykir ostur
Eftirréttur
Hafþyrnisber frosinn
Cacao barry Súkkulaði hvítt/saltkaramellu Zephyr 35%
Pistasíupaste fæst td. í costco mjög gott
Fáfnisgras
Keppnin var mjög jöfn en Gabríel Kristinn Bjarnason stóð uppi sem sigurvegari. Gabríel átti besta forréttinn og eftirréttinn. Gunnar Georg Gray átti besta aðalréttinn en Ísak Aron Jóhannsson var með besta eldhúsið.
Stigagjöfinn er þannig að 40% af heildaeinkunn kemur frá eldhúsinu, og 60% frá bragði og útliti. Hver réttur vegur því 20% af heildaniðurstöðu. Hér að neðan eru lokaniðurstöður dómara. Alls voru 9 dómarar í smakki og 4 sem dæmdu eldhúsin, Yfirdómari var Denis Rafn frá Danmörku.
Nafn | Vinnustaður | Eldhús | Forréttur | Aðalréttur | Eftirréttur | Samtals matur | Samtals alls | Sæti | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gunnar Georg Gray | Brut | 1 | 29.75 | 14.74 | 16.59 | 15.15 | 46.48 | 76.23 | 5 |
Gabriel Kristinn Bjarnason | Expert | 2 | 33.75 | 17.04 | 16.26 | 17.52 | 50.81 | 84.56 | 1 |
Hugi Rafn Stefánsson | Fröken Reykjavík | 3 | 30.50 | 16.15 | 16.48 | 17.00 | 49.63 | 80.13 | 4 |
Ísak Aron Stefánsson | Múlakaffi | 4 | 35.25 | 16.07 | 15.81 | 16.37 | 48.26 | 83.51 | 3 |
Wiktor Pálsson | Lola | 5 | 33.75 | 16.07 | 16.48 | 17.37 | 49.93 | 83.68 | 2 |