Marsfundur KM Sjúkrahótelinu

Marsfundur KM Reykjavík var haldinn þann 4. Mars á Landspítalanum. Voru það matreiðslumeistararnir Magnús Örn Guðmarsson starfsmaður sjúkrahótelsins og

Haraldur Helgason teymisstjóri hjá eldhúsi Landspítalans sem tóku á móti okkur í anddyri sjúkrahótels með glæsilegum veitingum.

Fórum við og skoðuðum eldhúsið þar sem um 6000 matar eru framleiddir á degi hverjum, ásamt því að skoða Elmu matsal starfsmanna. Að skoðunarferð lokinni buðu þeir félagar upp á saltkjöt og baunir sem hreint ekki klikkaði. Árni Þór setti fundinn og bauð matreiðslumenn velkomna. Á fundinum var kynnt nýja námsefnið í Hótel og veitingaskólanum. Eru það rafrænar bækur - Vefbók - Matreiðslu- Matvælabraut 1. þrep og Vefbók - Matreiðsla- Matvælabraut 2. og 3. þrep. Höfundar eru: Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl Ellertsson, Sigurður Daði Friðriksson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson.  Þeir Ægir, Hinrik og Hermann stikluðu á stóru um bækurnar benntu þeir á að hægt er að nálgast þær á vefbok.is, hjá Iðnú. Meðfylgjandi eru hlekkir á bækurnar.

https://vefbok.is/matreidsla-matvaelabraut-1-threp/

 

https://vefbok.is/matreidsla-matvaelabraut-2og3-threp/

 

Hægt er að sækja um styrk til að kaupa bókina á mínum síðum hjá Matvís.

 

Þórir Erlingsson tók til máls og sagði frá ýmsu sem hefur gerst undanfarið og það sem er framundan, en margt spennandi er að gerast hjá KM þessa dagana

 

Happdrættið var á sínum stað og veglegir vinningar að venju

.

KM Reykjavík þakkar Landspítalanum og félögunum Magnúsi Erni og Haraldi Helgasyni fyrir góðar móttökur.

 

Km Reykjavík

Árni Þór Arnórsson Formaður

Ingibjörg Helga Ritari 

Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
Sýna fleiri fréttir
Share by: