Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana fór fram í síðustu viku. Efni frá keppninni mun birtast næstu daga. Kokkalandslið Íslands stóð fyrir keppninni en hún fór fram í Húsi Fagfélagana að Stórhöfða. Dómararnir Snædís Xyza Mae Ocampo, landsliðsþjálfari, Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði landsliðsins og Sindri Guðbrandur Sigurðsson Bocuse d’Or fari Íslands stóðu fyrir sínu ásamt öllum þeim stjórnmálamönnum sem tóku þátt.