Október fundur KM Reykjavík í boði Kjarnafæðis

Þann 1. október var haldinn októberfundur KM Reykjavík á Hótel Hilton en fundurinn var í boði Kjarnafæði, sem er einn af bakhjörlum KM.


Norðanmenn nýttu tækifærið til að kynna starfsemi sína og fyrirtækið fyrir félögum KM, kynninginn var afar áhugaverð og vel tekið.


Formaður Reykjavíkurdeildar KM tók saman nokkrar greinar um pylsur sem hann hafði fundið á tímaritavefnum Tímarit.is, og fór þar í gegnum sögu og þróun þessa sívinsæla matar


Á fundinum voru einnig rifjaðar  upp sögur  af heiðursfélaga Hilmari B. Jónssyni sem nýlega féll frá eftir stutta sjúkrahúslegu. Hilmar var einn af stofnendum KM og lét sér starfið alltaf miklu skipta þó að hann hafi löngum tímum verið búsettur erlendis.


Fundurinn var afar vel sóttur, en á sjötta tug félaga mætti bæði nýir og gamlir. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá fjölda konditora sem mættu til að kynna sér það sem fram fer innan KM.


Stemningin var bæði lífleg og fagleg, og endurspeglaði samhuginn og áhugann sem er innan klúbbsins. Að venju var happdrættið á sýnum stað, þar sem ýmsir glæsilegir vinningar voru í boði. 

Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Sýna fleiri fréttir
Share by: