Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.

Herlegheitin byrja fimmtudaginn 27. Mars þegar forkeppni Kokks ársins hefst, 8 keppendur munu þar keppast um 5 sæti í úrslitakeppninni sem fram fer á laugardag. Ljóst er að um æsispennandi keppni verður að ræða þar sem margt af okkar fremsta keppnisfólki er skráð til leiks. Keppnin var fyrst haldin 1994, á síðasta ári sigraði Hinrik Örn Lárusson, Hinrik tók svo þátt í Global Chef Europe fyrr á árinu þar sem hann hafnaði í fyrsta sæti í Europe North og mun taka þátt í Global Chef í Wales í maí á næsta ári. Keppandin sem sigrar í ár mun keppa í Nordic Chef á næsta ári.

Á föstudag verður keppnin um Græmetiskokk ársins, keppnin hefst kl 12.00 og reikna má að henni verði lokið um kl 19.00. Þetta er í annað skiptið sem KM heldur keppni um Grænmetiskokk ársins.  Fyrsta keppnin fór fram 2024 og þar sigraði Bjaki Snær Þorsteinsson og tók hann svo þátt í Global Vegan Chef Europe sem fram fór á Rimini í febrúar þar sem hann endaði í 3ja sæti í Europe North. Keppandin sem sigrar keppnina í ár mun taka þátt í Nordic Green Chef sem fram fer í Herning í Danmörku í mars á næsta ári.   


Dagskrá fimmtudagsins lítur svona út.  Meðfylgjandi eru einnig nokkrar myndir frá keppninni í fyrra, myndirnar tók Mummi Lú.







   

 

 

 

Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
Sýna fleiri fréttir
Share by: