Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Tæplega tuttugu félagar KM Norðurland og nokkrir góðir gestir úr veitingageiranum sátu heita æfingu níu matreiðslunema í þriðja bekk í Verkemenntaskólanum á Akureyri nú á dögunum, þar sem útskriftarnemarnir reiddu fram 5 rétta veislu fyrir gesti.

Veislan byrjaði með „standandi“ Canapé og svo var boðið til sætis. Við tók reykt nautaseyði með spínati og beinmerg. Því næst var Löngu-mosaic, skelfisksósa, balsamic-marineraðir tómatar og fennelsýrð epli.

Í aðalrétt var lambahryggur á tvo vegu og höfðu gárungarnir á orði að annar væri frá Norðlenska en hinn frá Kjarnafæði. Hrygggirnir voru bornir fram með Pomme Dauphine, nípumauki og gljáðum gulrótum.

Rúsínan í pylsuendanum var svo klassískur Créme Caramel með kirsuberja marenge og súkkulaði.

 

Eftir frábæran mat voru allir gestir á því að framtíðin væri björt í faginu og óskað var eftir fleiri heimboðum á æfingar í Verkmenntaskólanum, þar sem Ari Hallgrímsson sér um stjórnartaumana í matreiðslunáminu.

Yfir borðhaldi fór formaður KM Norðurland, Júlía Skarphéðinsdóttir, yfir næstu fundi KM fyrir norðan, aðalfund og árshátíðina 2.-4. maí n.k. þar sem félagar voru hvattir til þátttöku.

Að máltíð lokinni fengu gestir tækifæri á að spyrja fagmenn framtíðarinnar útí hráefnisval, uppbyggingu réttanna og gefa nokkur góð ráð úr reynslubankanum.

 

Félagar KM Norðurland og gestir þakka matreiðslunemum 3. bekkjar, Ara Hallgrímssyni og Verkmenntaskólanum á Akureyri innilega fyrir höfðinglegar móttökur, frábæran mat og afar ljúfa kvöldstund með tilhlökkun til næsta boðs.

Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
Sýna fleiri fréttir
Share by: