Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni

Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni

Í morgun hófst annar keppnisdagar af þremur í undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumann sem fram fer í Wales 2026. Í þessari keppni eru sex matreiðslumenn sem vinna sér inn rétt á að keppa í Wales, tveir frá norður Evrópu, tveir frá mið Evrópu og tveir frá suður Evrópu

Hinrik og Andrés hófu keppni kl. 08.10 í morgun og skiluð síðasta rétt kl. 10.25. Yfirveguð vinnubrögð og fagmennska skein í gegn þegar fylgst var með vinnu þeirra í eldhúsinu. Diskarnir litu mjög vel út og voru þeir félagar mjög glaðir með sitt framlag að lokinni keppni. Réttarlýsingar Hinrik fylgja hér með bæði á Íslensku og ensku.

Forréttur:

Bökuð Sterling lúða með humarfarsi & fennel fræjum

Freyðandi lúðusósa með kampavíni og ristuðu næringargeri

Grænmetispressa með heslihnetum og möndlukremi

Blómkál í smjörsósu og ristað blómkálsmauk

Sýrður rjómi með eplum, piparrót og dillsósu

Aðalréttur:

Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grill gljáa

Ofnbakaðir sveppir & sveppafylling ásamt kálfalifrarfroðu

Gullauga kartöflur & Feykir

Sýrður laukur, laukflan & brokkolí ragú með saltaðri sítrónu

Kálfasoðsósa

 

Starter

Baked Sterling Halibut, with langoustine farce & fennel pollen

Creamy Sterling halibut sauce with champagne & roasted yeast

Layered vegetables with hazelnuts & almond cream

Poached cauliflower in grape beurre monté & roasted cauliflower purée

Sour cream delight with apples, horseradish, and dill vinaigrette

Main course

Pan-fried veal sirloin glazed with grilled veal glaze

Baked mushroom with mushroom duxelles & pine nut filling, topped with calf liver foam

Confit Icelandic goldeneye potato & Icelandic Feykir cheese

Pickled onion filled with roasted onion flan & broccoli ragout with salted lemon

Roasted veal jus with garnish from Icelandic nature

 

Íslensku keppendurnir hafa nú allir lokið keppni en niðurstaða úr Global Chef Challenge verður ekki kunngjörð fyrr en kl 16.00 á morgun þriðjudag þar sem aðeins helmingur af þeim sem keppa í Global Chef Challenge keppa í dag mánudag. 



Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Eftir Þórir Erlingsson 22. október 2024
Nýr forseti heimssamtakanna
Sýna fleiri fréttir
Share by: