Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika

Rekstur Kokkalandsliðsins og Klúbbs matreiðslumeistara, sem eiga og reka Kokkalandsliðið, er orðinn svo umfangsmikill og viðamikill að það er orðið erfitt að treysta eingöngu á þá fjölmörgu sjálfboðaliða sem hafa óeigingjarnt starfað og lagt mikið af mörkum til að koma klúbbnum á þann stað sem hann er í dag. Síðan í maí sl. hefur framkvæmdaráðið unnið að því að tryggja nægilegt fjármagn fyrir alla starfsemi klúbbsins og verkefni sem eru í gangi, auk þess að ýta úr vör fjölmörgum nýjum verkefnum sem hafa setið á hakanum vegna manneklu.


Það hefur verið á dagskrá hjá stjórn KM, allavega síðastliðin áratug, að færa starfsemi klúbbsins nær því sem við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Til þess þurfum við, auk okkar frábæru sjálfboðaliða, fólk á skrifstofu sem getur einbeitt sér að starfsemi klúbbsins og kokkalandsliðsins.


Það skref hefur loksins verið stigið, og aðalstjórn KM hefur nú ráðið Þóri Erlingsson (t.v.) og Andreas Jacobsen (t.h.) til starfa á skrifstofu klúbbsins. Þórir mun starfa sem framkvæmdastjóri og Andreas sem rekstrarstjóri. Þeir munu sinna þessum störfum samhliða forseta- og gjaldkerastarfinu. Fengin hefur verið skrifstofa í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 31, sem er klúbbnum að kostnaðarlausu, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.


Það er framtíðarsýn okkar að skrifstofan verði ekki eingöngu skrifstofa heldur einnig afdrep fyrir félagsmenn klúbbsins. Staður þar sem menn geta komið við, drukkið kaffi og rætt um daginn og veginn, og ekki síst, sögu klúbbsins. Setustofa, fundaraðstaða og aðstaða til að koma sögu klúbbsins í stafrænt form o.s.frv. Ef menn liggja á muni úr sögu klúbbsins eða úr veitingasögu Íslands, geta þeir komið þeim á góðan stað og haft samastað í þessu nýja húsnæði okkar allra.

Þegar skrifstofan hefur verið innréttuð að fullu verður haldið formlegt opnunarhóf.


Við vonum að þetta langþráða skref muni hefja klúbbinn og landsliðið upp á næsta stig.


Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
Sýna fleiri fréttir
Share by: