Jafet Bergmann Viðarson lauk þátttöku í keppninni um að komast á lokakeppni Global Junior Chef sem fram fer í Wales 2026. Jafet hóf keppni kl 12:55, en mátti byrja að elda kl.13.10 og skilaði svo af sér kl. 14.10. Verkefnið hans var að elda einn rétt á klukkutíma sem innihéldi mjólkurkálf og kálfalifur. Kláraði Jafet verkefnið með glæsibrag. Í dag klukkan 17.00 verður verðlaunaafhending. Réttarlýsing Jafets fylgir hér með bæði á íslensku og ensku.
Aðalréttur
Steiktur kálfa hryggvöðvi.
Pönnusteiktir sveppir & sveppafylling, kálfalifrarfroða
Kartöflumauk
Gljáðar gulrætur
Steikt grænkál
Sýrður perlulaukur
Kálfasoðsósa
Roasted veal sirloin
Pan fried mushroom & duxelle with veal liver espuma
Potato purree
Glazed carrot
Sautéed green kale
Preserved pearl onions
Veal jus