Snædís þjálfar Kokkalandsliðið áfram


Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður verður áfram þjálfari Íslenska Kokkalandsliðsins sem Klúbbur matreiðslumeistara heldur utan um og rekur. Snædís tók við Kokkalandsliðinu í mars 2023 og stýrði liðinu þegar liðið náði þriðja sætinu á Ólympíuleikunum í Stuttgart, sem haldnir voru í febrúar síðastliðinn.


Snædís útskrifaðist sem matreiðslumaður 2018 og hefur alla tíð verið tengd keppnismatreiðslu. Hún var fyrirliði í landsliðinu sem fór á heimsmeistaramótið 2018 og var einnig fyrirliði liðsins sem var í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Stuttgart 2020. 


Snædís hóf nám sitt á Apótekinu, þó áhuginn hafi í raun vaknað þegar hún starfaði á Sushi Samba. Náminu lauk hún svo á Hótel Sögu. Aðspurð sagðist Snædís þó ekki hafa gengið með kokkinn í maganum og ætlaði í raun aldrei að læra fagið, en þegar sú ákvörðun var síðar tekin þá stefndi hún jafnhliða að því að vera ein að þeim bestu! Með það í huga varð hún fljótlega einn af aðstoðarmönnum landsliðsins og síðar einn af aðstoðarmönnunum á Ólympíuleiknum 2016. Í dag starfar Snædís sem yfirmatreiðslumaður á ION Hótel. 


Þegar Snædís var spurð um markmið hennar þá sagðist hún vilja vera fyrirmynd fyrir alla sem vinna með henni og vonist til að þeim finnist þau geta sótt til hennar ráð bæði nú og í framtíðinni. “Ein af mínum stoltustu stundum var þegar ég gekk upp á svið til að fá afhent brons verðlaun á Ólympíuleikunum 2020 komin fjóra mánuði á leið. Að endurtaka leikinn, sem þjálfari fjórum árum síðar, var ekki síður stórkostlegt. Ég á þá ósk að landsliðsfólk framtíðarinnar eigi eftir að upplifa þessa sömu tilfinningu. Við ætlum okkur á stóra hluti á heimsmeistaramótinu 2026, en við höfum ekki náð á pall þar ennþá, og við ætlum okkur að breyta því! ” sagði Snædís að lokum.


„Árangur á stórmótum kemur ekki af sjálfu sér og kostar mikla vinnu frá öllum sem að því koma, sama hvort við eru að tala um landsliðsþjálfara, landsliðsfólk, fjölskyldur þeirra, aðstoðarmenn og alla aðra sem að liðinu koma. Það að fylgjast með Snædísi vaxa frá aðstoðarmanni landsliðsins upp í þátttakanda liðsins og svo nú síðast sem þjálfara sýnir okkur öllum hvað hægt er að gera með mikilli vinnu, áræðni og einbeitingu. Við erum stolt af því að Snædís sé til í að halda áfram sem landsliðsþjálfari Kokkalandsliðsins“ segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.



„Við megum heldur ekki gleyma bakhjörlum og styrktaraðilum liðsins en án þeirra væri ekki hægt að halda úti svona öflugu liði. Undanfarin ár hefur landsliðið æft í húsnæði fagfélagana á Stórhöfða og á Matvís miklar þakkir fyrir að veita þá aðstöðu“, bætir Þórir við.


Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Sýna fleiri fréttir
Share by: