Langar þig?

Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda?

Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Kokkalandsliðið!Nú er rétta tækifærið. Kokkalandsliðið mun keppa á Heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem haldið verður í nóvember 2026 en framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegri lífsreynslu.


Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji og geta til hópvinnu og að tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is

Við leitum einnig að ungum matreiðslumönnum og matreiðslunemum yngri en 23 ára (árið 2026). Sem hafa áhuga á að aðstoða landsliðið og taka þátt í að byggja upp ungkokkalandslið.


Umsóknir og fyrirspurnir sendist á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is



Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Sýna fleiri fréttir
Share by: