Fallinn er frá Hilmar B. Jónsson, heiðursfélagi KM

Hilmar B. Jónsson heiðursfélagi Klúbbs matreiðslumeistara féll frá þann 11. september, eftir stutta sjúkrahúslegu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu ár. Hilmar var einn af stofnfélögum KM og starfaði með klúbbnum allt til síðustu stundar. Hilmar var forseti félagsins um árabil en hann sat jafnframt í stjórn alheimssamtakanna World Chefs um nokkurra ára skeið. Hilmar var gerður að heiðursfélaga Klúbbs Matreiðslumeistara 2022. Klúbbur Matreiðslumeistara vottar aðstandendum samúð sína.






