Ólympíuleikar, 2012

Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2012

Kokkalandsliðið var dregið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi í október árið 2012.


Tilkynning frá stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara:

Það er erfið ákvörðun en óhjákvæmileg að draga Kokkalandsliðið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu sem fara fram í október næstkomandi. Mat stjórnar K.M. er að æfingaferlið sé ekki á þeim stað sem æskilegt er þegar svo stutt er til keppni og því óhjákvæmilegt að endurskoða fyrri ákvarðanir um þáttöku og setja liðinu ný markmið og verkefni. Stjórn K.M. stendur nú sem fyrr heilshugar að baki Kokkalandsliðinu og setur stefnuna á Heimsmeistaramót í matreiðslu 2014 þar sem liðið mun keppa fyrir Íslands hönd.


Þetta er í fyrsta sinn sem klúbburinn okkar hefur tekið ákvörðun um að draga Kokkalandsliðið úr keppni, það eru ekki skemmtilegar fréttir að færa en við bendum á að fjölmargar þjóðir hafa gert það áður. Þ.m.t Norðmenn og Danir af sömu ástæðum og við gerum nú.


Við hlökkum til áframhaldandi spennandi starfs og nýrra áskorana með Kokkalandsliðinu og félögum okkar í Klúbbi matreiðslumeistara.


Með kveðju
Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2012, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:

  • Gunnar Karl Gíslason – Dill Resturant
  • Steinn Óskar Sigurðsson – Silfurtunglið
  • Þráinn Freyr Vigfússon – Kolabrautin
  • Viktor Örn Andrésson – Bláa lónið Lava Restaurant
  • Jóhannes Steinn Jóhannesson – Hótel Marine
  • Ólafur Ágústsson – Hótel Marine
  • Fannar Vernharðsson – Vox
  • Garðar Kári Garðarsson – Fiskfélagið
  • Ómar Stefánsson – Snaps
  • Kjartan Gíslason – Nauthóll
  • Ásgeir Sandholt konditor – Sandholt bakarí
  • Maria Shramko – Sykurdrottning
  • Karl Viggó Vigfússon – Garri
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Sýna fleiri fréttir
Share by: