Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2012
Kokkalandsliðið var dregið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi í október árið 2012.
Tilkynning frá stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara:
Það er erfið ákvörðun en óhjákvæmileg að draga Kokkalandsliðið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu sem fara fram í október næstkomandi. Mat stjórnar K.M. er að æfingaferlið sé ekki á þeim stað sem æskilegt er þegar svo stutt er til keppni og því óhjákvæmilegt að endurskoða fyrri ákvarðanir um þáttöku og setja liðinu ný markmið og verkefni. Stjórn K.M. stendur nú sem fyrr heilshugar að baki Kokkalandsliðinu og setur stefnuna á Heimsmeistaramót í matreiðslu 2014 þar sem liðið mun keppa fyrir Íslands hönd.
Þetta er í fyrsta sinn sem klúbburinn okkar hefur tekið ákvörðun um að draga Kokkalandsliðið úr keppni, það eru ekki skemmtilegar fréttir að færa en við bendum á að fjölmargar þjóðir hafa gert það áður. Þ.m.t Norðmenn og Danir af sömu ástæðum og við gerum nú.
Við hlökkum til áframhaldandi spennandi starfs og nýrra áskorana með Kokkalandsliðinu og félögum okkar í Klúbbi matreiðslumeistara.
Með kveðju
Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2012, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma: