Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 2014
Kokkalandsliðið keppti í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg sem haldin var dagana 22. til 27 nóvember 2014. Liðið fékk gull fyrir heita matinn og gull fyrir kalda borðið sem skilaði liðinu 5. sæti og er það besti árangur Íslands hingað til.
Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:
Forréttur
Hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.
Aðalréttur
Grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og –tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, fave-baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.
Eftirréttur
Jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2014, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma: