Heimsmeistaramótið, 2014

Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 2014

Kokkalandsliðið keppti í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg sem haldin var dagana 22. til 27 nóvember 2014. Liðið fékk gull fyrir heita matinn og gull fyrir kalda borðið sem skilaði liðinu 5. sæti og er það besti árangur Íslands hingað til.


Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:

Forréttur
Hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar, framreiddur með epla- og jarðskokkasalati, agúrku, kínóa, skelfisksósu og dill-sinneps vinaigrette.

Aðalréttur
Grilluð íslensk lambamjöðm með vel elduðum lambaskanka og –tungu. Framreidd með seljurót, kartöflu- og sveppakrókettu, gljáðum gulrótum og perlulauk, rósakáli, fave-baunum ásamt blóðbergs-lambasósu með sveppum.

Eftirréttur
Jarðarberja- og jógúrtmús með dökkum súkkulaðitoppi ásamt skyr-ís, möndlu-karamelluköku, þeyttum sýrðum rjóma, jarðarberjum og jarðaberjasósu.


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2014, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:

  • Hafliði Halldórsson, Garri – Framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins
  • Þráinn Freyr Vigfússon, Bláa Lónið – Fyrirliði Kokkalandsliðsins
  • Viktor Örn Andrésson, Bláa Lónið – Liðsstjóri Kokkalandsliðsins
  • Fannar Vernharðsson, Vox – Kokkalandsliðmaður
  • Bjarni Siguróli Jakobsson, Slippbarinn – Kokkalandsliðmaður
  • Ylfa Helgadóttir, Kopar – Kokkalandsliðmaður
  • Hafsteinn Ólafsson, Apótek – Kokkalandsliðmaður
  • Axel B Clausen, Fiskmarkaðurinn – Kokkalandsliðmaður
  • Garðar Kári Garðarsson, Strikið – Kokkalandsliðmaður
  • Daníel Cochran Jónsson, Kolabrautin – Kokkalandsliðmaður
  • Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið – Kokkalandsliðmaður
  • Hrafnkell Sigríðarson, Bunk Bar – Kokkalandsliðmaður
  • Maria Shramko, Sjálfstætt starfandi – Kokkalandsliðmaður
Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
Sýna fleiri fréttir
Share by: