Ólympíuleikar, 2016

Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2016
Kokkalandsliðið keppti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldin voru dagana 22. til 26 október 2016. Liðið hlaut fern verðlaun sem tryggði þeim 9. sæti í samanlögðum stigum. Nánar um úrslitin hér. Á leikunum er keppt í mörgum greinum og var Ísland í 3. sæti landsliða í eftirréttum “Culinary Pastry Art”.
Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:
Forréttur
Léttreykt ýsa með humri, íslensk smágúrka með vatnakarsakremi og grásleppuhrognum. Gljáð svartrót og svartrótarflögur, brúnaður laukur, humar- og kræklingasmjörsósa.
Aðalrréttur
Nautahryggur og nautamergur með jurtum, hægelduð nautabringa með grilluðu grænkáli og jarðskokkamauki. Kartafla með svörtum hvítlauk og parmesanosti. Ristaðir shiitake sveppir, bóndabaunir og blaðlaukur. Uxahala- og rauðvínssósa.
Eftirréttur
Skyr- og karamellumús, rifsberjahlaup, stökkar hnetur og kakónibbur. Pera með verbenadressingu og pistasíum. Stökk vatnsdeigsbolla með sítrónukremi. Skyrís á súkkulaði og kakóbaunum.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2016:
- Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins
- Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari
- Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði
- Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn
- Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri
- Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri
- Fannar Vernharðsson
- Ylfa Helgadóttir
- Hafsteinn Ólafsson
- Axel Clausen
- Garðar Kári Garðarsson
- Hrafnkell Sigríðarson
- Atli Þór Erlendsson
- Sigurður Ágústsson
- Georg Arnar Halldórsson
- María Shramko