Ólympíuleikar, 2016

Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2016

Kokkalandsliðið keppti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldin voru dagana 22. til 26 október 2016. Liðið hlaut fern verðlaun sem tryggði þeim 9. sæti í samanlögðum stigum. Nánar um úrslitin hér. Á leikunum er keppt í mörgum greinum og var Ísland í 3. sæti landsliða í eftirréttum “Culinary Pastry Art”.


Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:

Forréttur
Léttreykt ýsa með humri, íslensk smágúrka með vatnakarsakremi og grásleppuhrognum. Gljáð svartrót og svartrótarflögur, brúnaður laukur, humar- og kræklingasmjörsósa.

Aðalrréttur
Nautahryggur og nautamergur með jurtum, hægelduð nautabringa með grilluðu grænkáli og jarðskokkamauki. Kartafla með svörtum hvítlauk og parmesanosti. Ristaðir shiitake sveppir, bóndabaunir og blaðlaukur. Uxahala- og rauðvínssósa.

Eftirréttur
Skyr- og karamellumús, rifsberjahlaup, stökkar hnetur og kakónibbur. Pera með verbenadressingu og pistasíum. Stökk vatnsdeigsbolla með sítrónukremi. Skyrís á súkkulaði og kakóbaunum.


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2016:

  • Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins
  • Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari
  • Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði
  • Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn
  • Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri
  • Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri
  • Fannar Vernharðsson
  • Ylfa Helgadóttir
  • Hafsteinn Ólafsson
  • Axel Clausen
  • Garðar Kári Garðarsson
  • Hrafnkell Sigríðarson
  • Atli Þór Erlendsson
  • Sigurður Ágústsson
  • Georg Arnar Halldórsson
  • María Shramko
Eftir Þórir Erlingsson 06 Apr, 2024
Skráðu þig núna
Eftir Þórir Erlingsson 02 Apr, 2024
Áttu eftir að skrá þig?
Eftir Þórir Erlingsson 25 Mar, 2024
Kokkur- og Grænmetiskokkur ársins 2024
Eftir Þórir Erlingsson 18 Mar, 2024
"Nordic Chef" keppnin hefst í dag!
Eftir Árni Þór Árnason 09 Feb, 2024
Kokkalandsliðið fékk Gull fyrir heita matinn
Eftir Þórir Erlingsson 05 Feb, 2024
Bananar, styrktaraðili Kokkalandliðsins
Eftir Þórir Erlingsson 05 Feb, 2024
Garri áfram Bakhjarl Kokkalandliðsins
Fatið
Eftir Árni Þór Árnason 04 Feb, 2024
Chef´s table Stuttgart 2024
Eftir Þórir Erlingsson 04 Feb, 2024
Ekran er nýr styrktaraðili Kokkalandliðsins
MATA og Kokkalandsliðið
Eftir Þórir Erlingsson 02 Feb, 2024
MATA er nýr Bakhjarl Kokkalandsliðsins
Sýna fleiri fréttir
Share by: