Heimsmeistaramótið, 2002

Heimsmeistaramótið í Lúxemborg – Árið 2002
Íslenska Kokkalandsliðið lenti í 9. sæti á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg í september árið 2002, en liðið fékk silfurverðlaun fyrir heita matinn og bronsverðlaun fyrir kalda borðið.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2002:
- Einar Geirsson
- Ragnar Ómarsson
- Bjarni Gunnar Kristinsson
- Hafliði Ragnarsson
- Alfreð Ómar Alfreðsson
- Sturla Birgisson
- Ásgeir Sandholt
- Hafliði Ragnarsson
- Lárus Gunnar Jónasson
Matseðillinn í heita matnum var eftirfarandi:
Forréttur
Laxa og þorsk tvenna rúllað saman með ætiþistlum og tómat törtum ásamt íslenskum humri og epla chutney og með þessu er lakkrísrótar sósa.
Aðalréttur
Lamba fillet á íslensku klettasalati með sætu lambabrauði, fondant kartöflum og lambasósu.
Eftirréttur
Samanstendur af hvítu súkkulaði mús með límónu, ásamt heitri súkkulaði köku með mango ís og anis sósu.