Í dag mánudaginn 18. mars hefst Norðurlandakeppni í matreiðslu en hún er haldin í Herning í Danmörku. Keppnin hefst með keppninni “Nordic Green Chef” þar sem Sara Káradóttir og Kristín Birta Ólafsdóttir keppa fyrir Íslands hönd.
Kristín og Sara starfa báðar á Grand hótel í Reykjavík, Kristín er meðlimur Kokkalandsliðsins og hefur tekið þátt í nokkrum keppnum en Sara er að taka þátt í sinni fyrstu.
Á morgun þriðjudaginn 19. mars munu svo keppnirnar um “Nordic Chef”, “Nordic Junior Chef” ásamt “Nordic Waiter” fara fram. Iðunn Sigurðardóttir mun keppa um titlinn “Nordic chef” en hún starfar á veitingastaðnum Barr í Kaupmannahöfn. Jaffet Bergmann Viðarsson keppir svo um “Nordic Junior Chef.” Jaffet er meðlimur í Kokklandsliðinu og er sjálfstætt starfandi. Andrea Guðrúnardóttir keppir um titilinn “Nordic Waiter” hún starfar á veitingahúsinu OTO í Reykjavík.
Keppendur hafa allir verið duglegir við æfingar síðustu vikur og verður spennandi að sjá hvernig okkur gengur. Verðlaunaafhending verður þriðjudaginn 19. mars kl. 16.30 að dönskum tíma.