Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg

Taka með sér listrænan disk til minningar

Þórir Erl­ings­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara og fram­kvæmda­stjóri kokka­landsliðsins, hef­ur staðið í ströngu síðustu miss­eri þar sem verk­efni klúbbs­ins hafa verið mörg og risa­vax­in. Ber þar hæst verk­efn­in hjá ís­lenska kokka­landsliðinu sem stóð sig framúrsk­ar­andi vel á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu á nýliðnu ári og hreppti bronsið.


Næsta verk­efni landsliðsins er að keppa á heims­meist­ara­mót­inu í mat­reiðslu sem fram fer í nóv­em­ber árið 2026. Und­ir­bún­ing­ur er þegar haf­inn og meðal verk­efna klúbbs­ins er að fjár­magna allt sem til þarf fyr­ir keppn­ina. Fram und­an er stærsta fjár­öfl­un klúbbs­ins, Hátíðar­kvöld­verður Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, sem þykir sá glæsi­leg­asti sem sög­ur fara af hér á landi og víðar.


Þórir er mat­reiðslu­meist­ari með meist­ara­gráðu í gest­risni og ferðaþjón­ust­u­stjórn­un frá Há­skól­an­um í Suður-Karólínu. Hann er upp­al­inn á Eyr­ar­bakka en hef­ur búið á Sel­fossi und­an­far­in ár.


Hann hef­ur mik­inn metnað fyr­ir hönd klúbbs­ins, ís­lenska kokka­landsliðsins og mat­ar­gerðar á Íslandi. Hann hef­ur lagt sitt af mörk­um til að gera Ísland eft­ir­sókn­ar­vert þegar kem­ur að mat­ar­gerð og keppn­ismat­reiðslu.


„Ég gekk í klúbb­inn árið 2002 þegar meist­ari minn, Hörður Adólfs­son, mælti með því að ég gengi í klúbb­inn og í fram­hald­inu átt­um við marg­ar góðar stund­ir á fé­lags­fund­um og öðrum viðburðum á veg­um klúbbs­ins. Ég tók síðan við sem for­seti í sept­em­ber árið 2020.“


Hafa rekið landsliðið frá upp­hafi

Mikið starf fer fram í klúbbn­um og þar er sjaldn­ast logn­molla. „Klúbbur­inn er fé­lags­skap­ur þar sem við hitt­umst mánaðarlega yfir vetr­ar­mánuðina og ræðum fagið okk­ar í víðustu mynd. Klúbbur­inn var stofnaður í fe­brú­ar árið 1972 af 14 mat­reiðslu­meist­ur­um en í dag eru haldn­ir mánaðarleg­ir fund­ir á fjór­um stöðum á land­inu, tveir eru á höfuðborg­ar­svæðinu, einn á Norður­landi og einn á Suður­landi. Við hóf­um að keppa í mat­reiðslu á er­lendri grundu árið 1978 og höf­um keppt reglu­lega síðan með frá­bær­um ár­angri,“ seg­ir Þórir og er stolt­ur af því hve vel hef­ur gengið á er­lend­um vett­vangi í keppn­ismat­reiðslu.


„Í klúbbn­um eru mat­reiðslu­menn og konditor­ar með sveins­bréf. Mark­mið klúbb­fé­laga eru sem bet­ur fer mis­mun­andi en mark­mið klúbbs­ins er að skapa um­hverfi þar sem fé­lag­ar geta rætt og unnið að fram­gangi mat­reiðslunn­ar á fag­leg­um grunni.


Klúbbur­inn hef­ur rekið landsliðið frá upp­hafi og er það stór hluti af starf­inu, meðlim­ir landsliðsins leggja á sig mikla vinnu til að ná langt. En þess má geta að hver landsliðsmaður legg­ur um það bil 1.200 vinnu­stund­ir í æf­ing­ar fyr­ir hvert mót. Næsta stór­mót landsliðsins er í nóv­em­ber árið 2026 og æf­ing­ar fara á fullt núna í fe­brú­ar. Það er einnig stór hóp­ur fé­laga sem aðstoðar landsliðið við æf­ing­ar og þetta væri varla ger­legt nema fyr­ir áhuga fé­lags­manna á að liðið nái sem best­um ár­angri.“


Þórir seg­ir það skipta sköp­un fyr­ir landsliðið að vera með öfl­uga og fjár­sterka bak­hjarla. „Að æfa og keppa í mat­reiðslu er ekki ódýrt og við gæt­um ekki keppt á er­lendri grundu nema með aðkomu bak­hjarl­anna og styrkt­araðila okk­ar,“ seg­ir Þórir al­vöru­gef­inn.

Lista­verka­disk­arn­ir sem hafa verið gerðir und­an­far­in ár prýða heil­an vegg hjá heild­versl­un­inni Garra. Þar er hægt að fara yfir sögu hátíðar­kvöld­verðar­ins en nýr listamaður hann­ar fyr­ir hvert ár. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hafa rekið landsliðið frá upp­hafi

Ýmsar leiðir eru farn­ar til að fjár­magna þátt­töku landsliðsins þegar kem­ur að keppni eins og heims­meist­ara­mót­inu sem fram und­an er. „Fyrst er að nefna bak­hjarla og styrkt­araðila. Við höf­um einnig náð að fá styrki frá rík­inu. Frá ár­inu 1988 hef­ur Hátíðar­kvöld­verður klúbbs­ins verið einn af stór­um viðburðum okk­ar til að afla fjár­magns. Á nýju ári verðum við einnig með happ­drætti sem ein­göngu verður með vinn­inga frá ís­lensku ferðaþjón­ust­unni.“


Hátíðar­kvöld­verður­inn hef­ur verið afar eft­ir­sótt­ur viðburður og iðulega kom­ast færri að en vilja.


„Fyrsti kvöld­verður­inn var hald­inn í janú­ar árið 1988 og hef­ur hann verið hald­inn ár­lega síðan, fyr­ir utan þegar covid-far­ald­ur­inn geisaði. Aðal­mark­miðið hef­ur verið að safna fé fyr­ir kokka­landsliðið og gefa fólki mögu­leika á að njóta kvöld­verðar í hæsta gæðaflokki. Að viðburðinum koma á annað hundrað kokka og njót­um við aðstoðar Barþjóna­klúbbs Íslands og Vínþjóna­sam­taka Íslands til að tryggja frá­bæra þjón­ustu og vín­pör­un,“ seg­ir Þórir og bæt­ir við að öllu sé tjaldað til og glæsi­leik­inn sé í fyr­ir­rúmi.


„Kvöld­verður­inn í ár verður hald­inn í Hörpu við höfn­ina 11. janú­ar næst­kom­andi og það er upp­selt þetta árið. Hann hef­ur aldrei verið stærri en engu að síður er upp­selt og það má með sanni segja að vin­sæld­irn­ar auk­ist frá ári til árs, sem er gleðiefni fyr­ir okk­ur.


Þetta er ekki ein­göngu ein­stök upp­lif­un fyr­ir mat­ar­gesti, held­ur einnig skemmti­leg fyr­ir okk­ur kokk­ana. Þarna kem­ur stór hóp­ur sam­an til að láta viðburðinn verða eins eft­ir­minni­leg­an og mögu­legt er. Þetta er glæsi­leg­asti kvöld­verður­inn af þess­ari stærðargráðu ár hvert. Til minn­ing­ar taka gest­ir með sér heim disk með lista­verki kvölds­ins sem og mat­seðli kvölds­ins,“ seg­ir Þórir og bros­ir.


Hátíðar­kvöld­verður­inn sá glæsi­leg­asti

Ýmsar leiðir eru farn­ar til að fjár­magna þátt­töku landsliðsins þegar kem­ur að keppni eins og heims­meist­ara­mót­inu sem fram und­an er. „Fyrst er að nefna bak­hjarla og styrkt­araðila. Við höf­um einnig náð að fá styrki frá rík­inu. Frá ár­inu 1988 hef­ur Hátíðar­kvöld­verður klúbbs­ins verið einn af stór­um viðburðum okk­ar til að afla fjár­magns. Á nýju ári verðum við einnig með happ­drætti sem ein­göngu verður með vinn­inga frá ís­lensku ferðaþjón­ust­unni.“


Hátíðar­kvöld­verður­inn hef­ur verið afar eft­ir­sótt­ur viðburður og iðulega kom­ast færri að en vilja.


„Fyrsti kvöld­verður­inn var hald­inn í janú­ar árið 1988 og hef­ur hann verið hald­inn ár­lega síðan, fyr­ir utan þegar covid-far­ald­ur­inn geisaði. Aðal­mark­miðið hef­ur verið að safna fé fyr­ir kokka­landsliðið og gefa fólki mögu­leika á að njóta kvöld­verðar í hæsta gæðaflokki. Að viðburðinum koma á annað hundrað kokka og njót­um við aðstoðar Barþjóna­klúbbs Íslands og Vínþjóna­sam­taka Íslands til að tryggja frá­bæra þjón­ustu og vín­pör­un,“ seg­ir Þórir og bæt­ir við að öllu sé tjaldað til og glæsi­leik­inn sé í fyr­ir­rúmi.


„Kvöld­verður­inn í ár verður hald­inn í Hörpu við höfn­ina 11. janú­ar næst­kom­andi og það er upp­selt þetta árið. Hann hef­ur aldrei verið stærri en engu að síður er upp­selt og það má með sanni segja að vin­sæld­irn­ar auk­ist frá ári til árs, sem er gleðiefni fyr­ir okk­ur.


Þetta er ekki ein­göngu ein­stök upp­lif­un fyr­ir mat­ar­gesti, held­ur einnig skemmti­leg fyr­ir okk­ur kokk­ana. Þarna kem­ur stór hóp­ur sam­an til að láta viðburðinn verða eins eft­ir­minni­leg­an og mögu­legt er. Þetta er glæsi­leg­asti kvöld­verður­inn af þess­ari stærðargráðu ár hvert. Til minn­ing­ar taka gest­ir með sér heim disk með lista­verki kvölds­ins sem og mat­seðli kvölds­ins,“ seg­ir Þórir og bros­ir.

Gam­an er að skoða þessa diska og fjöl­breytn­in er skemmti­leg. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ætlum okk­ur á verðlaunap­all

Þórir sér fyr­ir sér bjarta framtíð hjá kokka­landsliðinu og seg­ir liðið stefna hátt á næsta móti. „Hjá kokk­landsliðinu eru spenn­andi tím­ar fram und­an, æf­ing­ar fyr­ir heims­meist­ara­mótið fara á fullt núna í fe­brú­ar og liðið stefn­ir á verðlauna­sæti. Við höf­um aldrei náð á pall á heims­meist­ara­móti en höf­um náð á pall á tvenn­um síðustu Ólymp­íu­leik­um, svo mark­miðið er ein­falt, við ætl­um á verðlaunap­all.


Íslensk­ir veit­ingastaðir eru yf­ir­höfuð frá­bær­ir og ég held að hvergi í heim­in­um sé jafn mik­il gæði að finna. Áskor­an­ir þeirra eru samt marg­vís­leg­ar og er einn af þeim að við þurf­um fleiri fag­menn til að viðhalda gæðunum. Ég vil því hvetja alla sem ein­hvern áhuga hafa á mat­ar­gerð og þjón­ustu að skella sér í kokka­nám eða þjóna­nám. Þetta er fjöl­breytt og skemmti­legt nám sem gef­ur mögu­leika á fjöl­breytt­um störf­um bæði hér heima og er­lend­is.“


Þrír veit­ingastaðir eru með Michel­in-stjörnu á Íslandi og nokkr­ir hafa þegar hlotið Michel­in-meðmæli sem er mik­ill heiður. Þórir er sann­færður um að fleiri stjörn­ur eigi eft­ir að bæt­ast við hér á landi.


„Ég held að það sé al­veg ör­uggt, bara spurn­ing hversu marg­ir og hvenær einn af þeim frá­bæru stöðum sem við eig­um í dag nái sér í aðra stjörnu. Það er ótrú­lega mik­il­vægt fyr­ir ís­lensk veit­inga­hús að við séum með sterkt kokka­landslið, það er ekki bara góð markaðssetn­ing er­lend­is held­ur hafa fyrr­ver­andi meðlim­ir landsliðsins verið dug­leg­ir að færa okk­ur nýj­ar hug­mynd­ir og nýja veit­ingastaði í gegn­um árin. Framtíðin er því björt fyr­ir mat­ar­gerðina á Íslandi á kom­andi árum,“ seg­ir Þórir að lok­um.

8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Eftir Þórir Erlingsson 22. október 2024
Nýr forseti heimssamtakanna
Eftir Þórir Erlingsson 20. október 2024
Heimsþing matreiðslumanna fer fram í Singapore
Eftir Þórir Erlingsson 15. október 2024
Október fundur KM Reykjavík í boði Kjarnafæðis
Eftir Þórir Erlingsson 15. október 2024
Suðurlandsdeild fundaði í Hellisheiðarvirkjun
Eftir Þórir Erlingsson 15. október 2024
Septemberfundur KM Reykjavík
Eftir Þórir Erlingsson 11. september 2024
Fallinn er frá Hilmar B. Jónsson, heiðursfélagi KM
Eftir Þórir Erlingsson 6. júní 2024
Snædís þjálfar Kokkalandsliðið áfram
Sýna fleiri fréttir
Share by: