Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg

Taka með sér listrænan disk til minningar

Þórir Erl­ings­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara og fram­kvæmda­stjóri kokka­landsliðsins, hef­ur staðið í ströngu síðustu miss­eri þar sem verk­efni klúbbs­ins hafa verið mörg og risa­vax­in. Ber þar hæst verk­efn­in hjá ís­lenska kokka­landsliðinu sem stóð sig framúrsk­ar­andi vel á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu á nýliðnu ári og hreppti bronsið.


Næsta verk­efni landsliðsins er að keppa á heims­meist­ara­mót­inu í mat­reiðslu sem fram fer í nóv­em­ber árið 2026. Und­ir­bún­ing­ur er þegar haf­inn og meðal verk­efna klúbbs­ins er að fjár­magna allt sem til þarf fyr­ir keppn­ina. Fram und­an er stærsta fjár­öfl­un klúbbs­ins, Hátíðar­kvöld­verður Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, sem þykir sá glæsi­leg­asti sem sög­ur fara af hér á landi og víðar.


Þórir er mat­reiðslu­meist­ari með meist­ara­gráðu í gest­risni og ferðaþjón­ust­u­stjórn­un frá Há­skól­an­um í Suður-Karólínu. Hann er upp­al­inn á Eyr­ar­bakka en hef­ur búið á Sel­fossi und­an­far­in ár.


Hann hef­ur mik­inn metnað fyr­ir hönd klúbbs­ins, ís­lenska kokka­landsliðsins og mat­ar­gerðar á Íslandi. Hann hef­ur lagt sitt af mörk­um til að gera Ísland eft­ir­sókn­ar­vert þegar kem­ur að mat­ar­gerð og keppn­ismat­reiðslu.


„Ég gekk í klúbb­inn árið 2002 þegar meist­ari minn, Hörður Adólfs­son, mælti með því að ég gengi í klúbb­inn og í fram­hald­inu átt­um við marg­ar góðar stund­ir á fé­lags­fund­um og öðrum viðburðum á veg­um klúbbs­ins. Ég tók síðan við sem for­seti í sept­em­ber árið 2020.“


Hafa rekið landsliðið frá upp­hafi

Mikið starf fer fram í klúbbn­um og þar er sjaldn­ast logn­molla. „Klúbbur­inn er fé­lags­skap­ur þar sem við hitt­umst mánaðarlega yfir vetr­ar­mánuðina og ræðum fagið okk­ar í víðustu mynd. Klúbbur­inn var stofnaður í fe­brú­ar árið 1972 af 14 mat­reiðslu­meist­ur­um en í dag eru haldn­ir mánaðarleg­ir fund­ir á fjór­um stöðum á land­inu, tveir eru á höfuðborg­ar­svæðinu, einn á Norður­landi og einn á Suður­landi. Við hóf­um að keppa í mat­reiðslu á er­lendri grundu árið 1978 og höf­um keppt reglu­lega síðan með frá­bær­um ár­angri,“ seg­ir Þórir og er stolt­ur af því hve vel hef­ur gengið á er­lend­um vett­vangi í keppn­ismat­reiðslu.


„Í klúbbn­um eru mat­reiðslu­menn og konditor­ar með sveins­bréf. Mark­mið klúbb­fé­laga eru sem bet­ur fer mis­mun­andi en mark­mið klúbbs­ins er að skapa um­hverfi þar sem fé­lag­ar geta rætt og unnið að fram­gangi mat­reiðslunn­ar á fag­leg­um grunni.


Klúbbur­inn hef­ur rekið landsliðið frá upp­hafi og er það stór hluti af starf­inu, meðlim­ir landsliðsins leggja á sig mikla vinnu til að ná langt. En þess má geta að hver landsliðsmaður legg­ur um það bil 1.200 vinnu­stund­ir í æf­ing­ar fyr­ir hvert mót. Næsta stór­mót landsliðsins er í nóv­em­ber árið 2026 og æf­ing­ar fara á fullt núna í fe­brú­ar. Það er einnig stór hóp­ur fé­laga sem aðstoðar landsliðið við æf­ing­ar og þetta væri varla ger­legt nema fyr­ir áhuga fé­lags­manna á að liðið nái sem best­um ár­angri.“


Þórir seg­ir það skipta sköp­un fyr­ir landsliðið að vera með öfl­uga og fjár­sterka bak­hjarla. „Að æfa og keppa í mat­reiðslu er ekki ódýrt og við gæt­um ekki keppt á er­lendri grundu nema með aðkomu bak­hjarl­anna og styrkt­araðila okk­ar,“ seg­ir Þórir al­vöru­gef­inn.

Lista­verka­disk­arn­ir sem hafa verið gerðir und­an­far­in ár prýða heil­an vegg hjá heild­versl­un­inni Garra. Þar er hægt að fara yfir sögu hátíðar­kvöld­verðar­ins en nýr listamaður hann­ar fyr­ir hvert ár. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hafa rekið landsliðið frá upp­hafi

Ýmsar leiðir eru farn­ar til að fjár­magna þátt­töku landsliðsins þegar kem­ur að keppni eins og heims­meist­ara­mót­inu sem fram und­an er. „Fyrst er að nefna bak­hjarla og styrkt­araðila. Við höf­um einnig náð að fá styrki frá rík­inu. Frá ár­inu 1988 hef­ur Hátíðar­kvöld­verður klúbbs­ins verið einn af stór­um viðburðum okk­ar til að afla fjár­magns. Á nýju ári verðum við einnig með happ­drætti sem ein­göngu verður með vinn­inga frá ís­lensku ferðaþjón­ust­unni.“


Hátíðar­kvöld­verður­inn hef­ur verið afar eft­ir­sótt­ur viðburður og iðulega kom­ast færri að en vilja.


„Fyrsti kvöld­verður­inn var hald­inn í janú­ar árið 1988 og hef­ur hann verið hald­inn ár­lega síðan, fyr­ir utan þegar covid-far­ald­ur­inn geisaði. Aðal­mark­miðið hef­ur verið að safna fé fyr­ir kokka­landsliðið og gefa fólki mögu­leika á að njóta kvöld­verðar í hæsta gæðaflokki. Að viðburðinum koma á annað hundrað kokka og njót­um við aðstoðar Barþjóna­klúbbs Íslands og Vínþjóna­sam­taka Íslands til að tryggja frá­bæra þjón­ustu og vín­pör­un,“ seg­ir Þórir og bæt­ir við að öllu sé tjaldað til og glæsi­leik­inn sé í fyr­ir­rúmi.


„Kvöld­verður­inn í ár verður hald­inn í Hörpu við höfn­ina 11. janú­ar næst­kom­andi og það er upp­selt þetta árið. Hann hef­ur aldrei verið stærri en engu að síður er upp­selt og það má með sanni segja að vin­sæld­irn­ar auk­ist frá ári til árs, sem er gleðiefni fyr­ir okk­ur.


Þetta er ekki ein­göngu ein­stök upp­lif­un fyr­ir mat­ar­gesti, held­ur einnig skemmti­leg fyr­ir okk­ur kokk­ana. Þarna kem­ur stór hóp­ur sam­an til að láta viðburðinn verða eins eft­ir­minni­leg­an og mögu­legt er. Þetta er glæsi­leg­asti kvöld­verður­inn af þess­ari stærðargráðu ár hvert. Til minn­ing­ar taka gest­ir með sér heim disk með lista­verki kvölds­ins sem og mat­seðli kvölds­ins,“ seg­ir Þórir og bros­ir.


Hátíðar­kvöld­verður­inn sá glæsi­leg­asti

Ýmsar leiðir eru farn­ar til að fjár­magna þátt­töku landsliðsins þegar kem­ur að keppni eins og heims­meist­ara­mót­inu sem fram und­an er. „Fyrst er að nefna bak­hjarla og styrkt­araðila. Við höf­um einnig náð að fá styrki frá rík­inu. Frá ár­inu 1988 hef­ur Hátíðar­kvöld­verður klúbbs­ins verið einn af stór­um viðburðum okk­ar til að afla fjár­magns. Á nýju ári verðum við einnig með happ­drætti sem ein­göngu verður með vinn­inga frá ís­lensku ferðaþjón­ust­unni.“


Hátíðar­kvöld­verður­inn hef­ur verið afar eft­ir­sótt­ur viðburður og iðulega kom­ast færri að en vilja.


„Fyrsti kvöld­verður­inn var hald­inn í janú­ar árið 1988 og hef­ur hann verið hald­inn ár­lega síðan, fyr­ir utan þegar covid-far­ald­ur­inn geisaði. Aðal­mark­miðið hef­ur verið að safna fé fyr­ir kokka­landsliðið og gefa fólki mögu­leika á að njóta kvöld­verðar í hæsta gæðaflokki. Að viðburðinum koma á annað hundrað kokka og njót­um við aðstoðar Barþjóna­klúbbs Íslands og Vínþjóna­sam­taka Íslands til að tryggja frá­bæra þjón­ustu og vín­pör­un,“ seg­ir Þórir og bæt­ir við að öllu sé tjaldað til og glæsi­leik­inn sé í fyr­ir­rúmi.


„Kvöld­verður­inn í ár verður hald­inn í Hörpu við höfn­ina 11. janú­ar næst­kom­andi og það er upp­selt þetta árið. Hann hef­ur aldrei verið stærri en engu að síður er upp­selt og það má með sanni segja að vin­sæld­irn­ar auk­ist frá ári til árs, sem er gleðiefni fyr­ir okk­ur.


Þetta er ekki ein­göngu ein­stök upp­lif­un fyr­ir mat­ar­gesti, held­ur einnig skemmti­leg fyr­ir okk­ur kokk­ana. Þarna kem­ur stór hóp­ur sam­an til að láta viðburðinn verða eins eft­ir­minni­leg­an og mögu­legt er. Þetta er glæsi­leg­asti kvöld­verður­inn af þess­ari stærðargráðu ár hvert. Til minn­ing­ar taka gest­ir með sér heim disk með lista­verki kvölds­ins sem og mat­seðli kvölds­ins,“ seg­ir Þórir og bros­ir.

Gam­an er að skoða þessa diska og fjöl­breytn­in er skemmti­leg. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ætlum okk­ur á verðlaunap­all

Þórir sér fyr­ir sér bjarta framtíð hjá kokka­landsliðinu og seg­ir liðið stefna hátt á næsta móti. „Hjá kokk­landsliðinu eru spenn­andi tím­ar fram und­an, æf­ing­ar fyr­ir heims­meist­ara­mótið fara á fullt núna í fe­brú­ar og liðið stefn­ir á verðlauna­sæti. Við höf­um aldrei náð á pall á heims­meist­ara­móti en höf­um náð á pall á tvenn­um síðustu Ólymp­íu­leik­um, svo mark­miðið er ein­falt, við ætl­um á verðlaunap­all.


Íslensk­ir veit­ingastaðir eru yf­ir­höfuð frá­bær­ir og ég held að hvergi í heim­in­um sé jafn mik­il gæði að finna. Áskor­an­ir þeirra eru samt marg­vís­leg­ar og er einn af þeim að við þurf­um fleiri fag­menn til að viðhalda gæðunum. Ég vil því hvetja alla sem ein­hvern áhuga hafa á mat­ar­gerð og þjón­ustu að skella sér í kokka­nám eða þjóna­nám. Þetta er fjöl­breytt og skemmti­legt nám sem gef­ur mögu­leika á fjöl­breytt­um störf­um bæði hér heima og er­lend­is.“


Þrír veit­ingastaðir eru með Michel­in-stjörnu á Íslandi og nokkr­ir hafa þegar hlotið Michel­in-meðmæli sem er mik­ill heiður. Þórir er sann­færður um að fleiri stjörn­ur eigi eft­ir að bæt­ast við hér á landi.


„Ég held að það sé al­veg ör­uggt, bara spurn­ing hversu marg­ir og hvenær einn af þeim frá­bæru stöðum sem við eig­um í dag nái sér í aðra stjörnu. Það er ótrú­lega mik­il­vægt fyr­ir ís­lensk veit­inga­hús að við séum með sterkt kokka­landslið, það er ekki bara góð markaðssetn­ing er­lend­is held­ur hafa fyrr­ver­andi meðlim­ir landsliðsins verið dug­leg­ir að færa okk­ur nýj­ar hug­mynd­ir og nýja veit­ingastaði í gegn­um árin. Framtíðin er því björt fyr­ir mat­ar­gerðina á Íslandi á kom­andi árum,“ seg­ir Þórir að lok­um.

Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
Sýna fleiri fréttir
Share by: