Sölvi B Hilmarsson sæmdur Cordon Bleu orðu KM

 

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara nú nýverið var Sölva B. Hilmarssyni matreiðslumeistara veitt Cordon Blue orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.


Sölvi er Selfyssingur en hefur starfað víða um land þó lengst af á Suðurlandi. Áhugi Sölva fyrir matreiðslu byrjaði mjög snemma með allskonar tilraunastarfsemi á æskuheimilinu þar sem hann eldaði hádegismat fyrir fjölskylduna. 


Formlegt matreiðslunám Sölva hófst á Aski á Suðurlandsbraut en hann kláraði síðan námið hjá Lárusi Loftssyni á Veitingamanninum. Síðar tók Sölvi við rekstri Veitingamannsins ásamt fleirum.


Sölvi starfaði seinna víðs vegar um landið, þar á meðal á Laugum. Hann fór síðan aftur á Selfoss þar sem hann hóf störf hjá Sælkeravinnslunni. Hann tók svo yfir þann rekstur og rak veisluþjónustu á Suðurlandi til margra ára ásamt því að reka verslunina Rimlakjör á Litla Hrauni. 


Sölvi hefur undanfarið ár starfað í Hvíta húsinu á Selfossi. Hann tók þátt í stofnun KM Suðurlands haustið 2023 og er í forsvari fyrir deildina ásamt Bjartmari Pálmasyni og Bjarna Hauk Guðnasyni. 


Það er sjaldan lognmolla í kringum Sölva og var hann ritari í stjórn KM 2006-2007 ásamt því að hafa verið með rétt á Hátíðarkvöldverði KM.

Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
Sýna fleiri fréttir
Share by: