Skráning framlengd í Grænmetiskokkur ársins
Tími til að skrá sig í keppnina um Grænmetiskokkur ársins hefur verið framlengdur til Sunnudagsins 7. apríl kl 23.59. Skráning er undir væntingum en sem betur fer hafa matreiðslumenn þó skráð sig í þessa nýju keppni. En keppnin um Grænmetiskokk ársins hefur ekki verið haldinn áður hérlendis. Sambærilegar keppnir eru að sækja í sig veðrið erlendis. Við hvetjum alla matreiðslumenn til að hugsa nú út fyrir ramman og skrá sig til þátttöku.
Skráningu er lokið í keppnina Kokkur ársins. Mánudaginn 8. Apríl kl 15:00 verða hráefni og reglur keppninnar kynnt í eldhúsdeild IKEA. Margir færir matreiðslumenn hafa skráð sig til keppni og búast má við hörku keppni en forkeppnin fer fram 11. apríl í keppniseldhúsum IKEA. Úrslitin fara svo fram laugardaginn 13. apríl einnig í IKEA.
Það verður spennandi að fylgjast með færustu matreiðslumönnum landsins etja kappi dagana 11. til 13. apríl næstkomandi í IKEA.