Það er laugardagsmorgunn klukkan er 8 og Íslenska Kokkalandsliðið er mætt á síðustu æfingu fyrir Ólympíuleikana í Stuttgard. Framundan 4. daga æfing. Einbeiting og gleði skein úr hverju andliti. Eftir æfinguna verður öllu pakkað niður og sent til Stuttgard þar sem leikarnir hefjast 14. febrúar næst komandi. Spennan eykst.