Heimsþingi World Chefs lauk í dag en þar var kosin ný stjórn, Andy Cuthbert er nýr forseti heimssamtakana. Með honum í aðalstjórn voru kjörin Kristine Hartviksen, Noregi, Uwe Micheel, Dubai, Rick Stephen, Ástralíu, og Alain Hostert, Luxumborg.
Á þinginu voru margir fróðlegir fyrirlestarar sem stóðu í tvo daga ásamt góðum tíma til til að kynnast matreiðslumönnum allstaðar að úr heiminum en fulltrúar 84 ríkja voru á þinginu.
Matreiðslumenn frá norðurlöndunum voru vel á fjórða tug og bauð stjórn NKF þeim öllum til kvöldverðar á Omma Korean Charcoal BBQ. Þar áttu við saman góða stund þar sem það kom greinilega fram hversu mikililvægt norðurlandasamstarfið er.
Uffe Nilsen heiðursforseti NKF var veitt heiðursorða heimssamtakana á þinginu. Uffe hefur verið öflugur í félagsstarfi matreiðslumanna í langan tíma, var forseti Dönsku samtakana í mörg ár og NKF í 6 ár.