Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Árið sem er að líða var okkur í senn ánægjulegt og árangursríkt og má þar sérstaklega nefna að keppnislið okkar nældi sér í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart. Ásamt því tókum við þátt í fleiri keppnum og stóðum fyrir mörgum skemmtilegum viðburðum eins og til dæmis matreiðslukeppni flokkanna.
Við vonum að árið 2025 verði enn betra en árið sem senn er á enda og erum full tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Með kærri kveðju,
Kokkalandsliðið og Klúbbur matreiðslumeistara