Bananar, styrktaraðili Kokkalandliðsins

Bananar og Klúbbur matreiðslumeistara skrifuðu nýverið undir nýjan styrktarsamning.  "Bananar hafa staðið með Kokkalandsliðinu í langan tíma og eigum við þeim margt að þakka" segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

Bananar hafa alla tíð verið dyggur styrktaraðili og á starfsfólk Banana miklar þakkir fyrir allt það starf sem það hefur lagt á sig til að tryggja landsliðinu gæða vörur á hverjum tíma.  Á myndinni eru Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana og Þórir Erlingsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara, en myndin er tekin þegar þau skrifuðu undir nýjan styrktarsamning.



Á heimasíðu Banana eru meðal annars þessar upplýsingar um fyrirtækið. Fyrirtækið Bananar ehf var stofnað þann 18 júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Eins og nafnið gefur til kynna voru fyrstu starfsár fyrirtækisins helguð innflutningi og þroskun banana.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru Bananar ehf langstærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og er í reynd eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.




Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Sýna fleiri fréttir
Share by: