Fagmennska og gæði

hefur verið okkar markmið í 50 ár

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Kokkalandsliðið

Íslenska kokkalandsliðið er skipað af hæfileikaríkustu kokkum landsins.

Markmið liðsins er að vera sterk eining sem getur keppst við hæfileikaríkustu kokka í heiminum.


Eitt af markmiðum liðsins er að vera leiðandi kraftur í að styrkja fagmannlega matreiðslu, auka áhuga ungmenna á matreiðslu og vera fyrirmynd í íslenskri matarhefð. Allir meðlimir liðsins eru reyndir fagmenn.

Lesa meira

Klúbbur matreiðslumeistara

Klúbbur matreiðslumeistara (KM) er félagskapur matreiðslufólks á Íslandi, þar sem rætt er um mat, matargerð, hráefni, keppnir og hvað eina sem tengist mat og matreiðslu með einum eða öðrum hætti.


Klúbburinn var stofnaður í febrúar 1972 og hefur starfað óslitið síðan. Hann hét þá Klúbbur yfirmatreiðslumeistara en nafninu var breytt árið 1973 og fékk þá núverandi heiti. Starfið hefur verið öflugt og sem dæmi má nefna að haldnir hafa verið mánaðarlegir fundir í öll þessi ár.


Klúbbur matreiðslumeistara hóf snemma að senda mateiðslumenn í keppnir erlendis og tók fyrsta landslið á vegum klúbbsins þátt árið 1978. Íslenskir matreiðslumenn hafa keppt í öllum helstu keppnum síðan með frábærum árangri.


Klúbbur matreiðslumeistara tekur einnig þátt í alþjóðastarfi bæði sem félagi í Nordic Chef Assosion og World Chefs. Félagsmenn KM hafa í gegnum tíðina átt fulltrúa í stjórnum þessa félaga og sinnt ábyrgðarstöðum þar.


Allt starf KM hefur verið unnið af félagsmönnum í sjálfboðaliðavinnu, sama hvort um er að ræða keppnir, keppnishald eða annað starf.

Lesa meira
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Fréttir

Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Sjá fleiri fréttir

Kokkur ársins

Keppnin um Kokk ársins hefur verið haldin árlega frá árinu 1994, fyrst undir nafninu Matreiðslumaður ársins en 2015 var nafninu breytt í Kokk ársins. Var keppnin haldin í Hörpunni fyrstu árin eftir breytingar en síðustu ár hefur hún verið haldin í Ikea.


Bjarki Hilmarsson matreiðslumeistari hefur frá upphafi haldið utan um keppninna með dyggum stuðningi margra matreiðslumanna. Fyrsti matreiðslumaðurinn ársins var Úlfar Finnbjörnsson, en þá var keppnin haldin í Íþróttahúsinu í Digranesi í samvinnu við matarsýningu sem þar var í gangi.


IKEA hefur verið dyggur styrktaraðili keppninar allt frá því að nafninu var breytt en IKEA hefur séð okkur fyrir keppniseldhúsum sem notuð hafa verið. Starfsfólk IKEA hefur lagt mikið á sig til að keppnin sé ávalt sem glæsulegust og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag.

Lesa meira
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Samstarfsaðilar