Þráinn Freyr Vigfússon

Fæðingarár: 1981.
Stjörnumerki: Tvíburi.

Fjölskylda: Skemmtileg.
Útskriftarár: 2005.
Vinnustaður: Sjálfstætt starfandi.
Þátttaka í keppnum: 1. sæti Matreiðslumaður ársins 2007. 1. sæti í One World matreiðslukeppninni árið 2008. 2. sæti Matreiðslumaður Norðurlanda 2009. 7. sæti í Bocuse d’Or heimsmeistarakeppni einstaklinga 2011.
Staða í liði: Spilandi þjálfari
Styrkleiki í eldhúsinu: Hávaxinn.
Uppáhaldshráefnið: Skarkoli.
Besta ráðið í eldhúsinu: Ekki taka allt bókstaflega þegar eldað er heima, elda eftir eigin bragðskyni.
Fyrirmyndin: Þeir sem hafa haft áhrif á mig sem matreiðslumenn eru Jón Þór Gunnarsson, Bjarni Gunnar Kristinsson, Grant Achatz og Agnar Sverrisson.
Áhugamál: Fótbolti, körfubolti, torfæra, mótorkross, golf, skíði.
Mánudagsmaturinn: Einfalt t.d. kjúklingaburritos.
Eftirminnilegasta matarupplifunin: Alinea Chicago.
Hvaða eldhúsgræju geturðu ekki verið án: Erfitt val – en á endanum er það nú hnífurinn!