Sigurður Ágústsson

Sigurður Ágústsson

Fæðingarár: 1982.
Stjörnumerki: Krabbi.

Fjölskylda: Er í sambúð með unnustu minni, Birtu Jónsdóttur. Samtals eigum við fjögur börn en þau heita Sesselja Sól (17 ára), Elín Krista (15 ára), Ágúst Ingi (9 ára) og Eva Dagbjört (5 ára).

Útskriftarár: 2014.
Vinnustaður: Tryggvaskáli.
Þátttaka í keppnum: Ólympíuleikarnir 2016 koma til með að vera fyrsta alvöru keppnin sem ég hef formlega tekið þátt í.
Staða í liði: Eftirréttir.
Besta eldhúsráðið: Muna að smakka allt áður en það er borið fram. Þetta er lykilatriði hvort sem verið er að elda að atvinnu eða heima.
Styrkleiki í eldhúsi: Ég á auðvelt með að tileinka mér nýja hluti og ef ég einset mér eitthvað þá hætti ég ekki fyrr en ég næ því takmarki. Eins á ég auðvelt með að vinna undir álagi, er skipulagður og reyni að læra eitthvað af öllum sem verða á vegi mínum.
Fyrirmyndin: Pabbi minn og mamma.
Skemmtilegast að elda: Ég hef líklega mest gaman af að elda með eitthvað nýtt, hvort sem það er einhver tækni eða hráefni sem ég hef ekki unnið með áður.
Uppáhalds matur: Klassískur heimilismatur í faðmi fjölskyldunnar.
Áhugamál önnur en matreiðsla: Handbolti, ferðalög og að eyða tíma með fjölskyldunni.
Mánudagsmaturinn: Eitthvað fljótlegt og gott t.d. kjúklinga quesadilla.
Sunnudagsbrönsinn: Egg og beikon.
Eftirminnilegasta matarupplifunin: Það var þegar hún Birta mín eldaði fyrir mig í fyrsta skipti. Það er kjúklingaborgari sem gleymist seint.
Hvaða eldhúsgræju geturðu ekki verið án: Ætli það sé ekki bara smakk skeiðin mín. Það er hægt að nota hana í svo margt.