KOKKALANDSLIÐIÐ 1985
1985
Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center – Árið 1985
Liðið tók þátt í Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center 18. apríl árið 1985 á vegum NKF (Nordisk kokkenchefs forening) eða Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og vann Íslenska liðið gullverðlaun. Íslenskir matreiðslumenn hafa tekið þátt í stórri matvælasýningu á Bella Center fyrir utan Kaupmannahöfn en sýningin stóð yfir í nokkra daga.
“Við erum geysilega stoltir. Þegar Íslendingar vinna Dani er eitthvað mikið að gerast því matargerðarlistin er hátt skrifuð í Danmörku. Við fengum að heyra þau orð hér að okkar réttir væru á heimsmælikvarða og vorum við hvattir til að taka þátt í næstu heimsmeistarakeppni,”
sagði Lárus Loftsson, forseti NKF-klúbbsins á Íslandi, í viðtali við DV.
Liðið var með 15 atriði á sýningunni, þ.e. þrjú sígild köld föt, sex svokölluð „restaurant”-föt, og sex diska eftir frjálsu vali. Dómarar voru fimm danskir dómarar sem allir eru mjög virtir matreiðslumeistarar, en fimmti dómarinn í keppninni hjá hinum liðunum var Kristján Sæmundsson.
Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1985:
- Einar Arnason
- Þórarinn Guðlaugson
- Gisli Thoroddsen
- Brynjar Eymundsson
- Kristjáns Sæmundsson, dómari
Kokkalandsliðið árið 1985.
Talið frá vinstri: Einar Árnason, eigandi Jumbo-samloka, Þórarinn Guðlaugsson, eigandi Meistarans hf., Lárus Loftsson, forseti NKF-klúbbsins á Íslandi, Brynjar Eymundsson, yfirkokkur á Gullna hananum, Gísli Thoroddsen, yfirmatreiðslumaður á Óðinsvé og Íslenski dómarinn í keppninni Kristján Sæmundsson hjá sjónvarpinu.