KOKKALANDSLIÐIÐ 1980
1980

Norræn matreiðslukeppni í Bella Center – Árið 1980

Þrír íslenskir matreiðslumeistarar, Haukur Hermannsson, Gísli Thoroddsen og Kristján Danielsson hlutu silfurverðlaun í norrænni matreiðslukeppni sem haldin var í Bella Center í Kaupmannahöfn árið 1980. Þátttakendur í keppninni voru frá öllum Norðurlöndunum, nema Færeyjum og urðu úrslit þau að Finnar sigruðu, Ísland varð í öðru sæti, Danir í þriðja og Noregur og Svíþjóð deildu neðsta sætinu.

Keppnin fór þannig fram, að þátttakendur voru þrír frá hverju landi, og þurftu þeir að skila tveim heitum réttum, sem hvor um sig þurfti að vera fyrir 60 manns. Þessi matur var síðan seldur gestum á sýningarsvæðinu í sérstökum veitingastað sem heitir Bella Ship. Hinn hluti keppninnar fór þannig fram, að viðkomandi þurftu að skila 6 köldum fötum af mat, sem hvert um sig var fyrir 8 manns, og var síðan fólki til sýnis.

Íslensku þátttakendurnir voru með í heitu réttunum:

Sítrónumarineraðan lambahrygg með Madeirasósu og djúpsteiktan skötusel með rjómasoðnu spínati. Þessum réttum var mjög vel tekið, og seldust þeir upp á einum og hálfum tíma.

Í köldum mat voru Íslensku þátttakendurnir með eftirfarandi:

1 – Steikt og fléttuð villigæs.
2 – Fylltur lambahryggur.
3 – Smálúðuflök í hlaupi með hörpuskeljum.
4 – Kjúklingafars, Chaudfroid.
5 – Íslandskort úr blönduðu fiskfarsi og á því voru útskornir jarðsveppir sem táknuðu Gullfoss, Geysir og Heklu.
6 – Gamall íslenskur matur, settur upp á nýtískulegan hátt, það var sviðasulta, hrútspungar, hangikjöt og fjallagrös.

Auk silfurverðlaunanna í keppninni, þá hlaut Íslensku keppendurnir sérstök verðlaun fyrir skemmtilegar skreytingar og hugmyndaríkar uppsetningar á köldu réttunum.

Segja má að árangur íslensku matreiðslumeistaranna í keppinni sé mjög góður, sérstaklega ef haft er í huga að þeir einir fullunnu hráefnið á staðnum, en hinir keppendurnir komu með réttina nær því tilbúna.

Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1980:

  • Haukur Hermannsson
  • Gísli Thoroddsen
  • Kristján Danielsson

Kokkalandsliðið 1980.
F.v. Gísli Thoroddsen, Kristján Danielsson og Haukur Hermannsson