Átt þú erindi í Kokkalandsliðið ?
Nú er opið fyrir umsóknir í Kokkalandsliðið sem fer að hefja undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Erfurt 2016. Við leitum að topp fagmönnum til að taka þátt í metnaðarfullu æfinga og keppnisstarfi liðsins næstu 2 árin. Einnig leitum við að áhugasömum ungkokkum sem langar að kynnast starfi landsliðsins og aðstoða liðið við undirbúning fyrir keppnina.
Klúbbur matreiðslumeistara hefur fengið Þráinn Frey Vigfússon, Jóhannes Steinn Jóhannesson og Stein Óskar Sigurðsson til að stýra Kokkalandsliðinu.
Allir þeir sem áhuga hafa á að vera liðsmenn eða aðstoðarmenn eru hvattir til að hafa samband við þá félaga í gegnum netfangið [email protected] fyrir 12. apríl.
Upplýsingar í síma veita Þráinn 6952999 og Jóhannes Steinn 8400139
Kokkalandsliðið og stjórn Klúbbs matreiðslumeistara