Það heyr­ir ávallt til tíðinda þegar að nýj­ir meðlim­ir eru vald­ir í kokka­landslið Íslands en nú á há­degi var kokka­landsliðið kynnt og þar gæt­ir tölu­verðra breyt­inga.

Að sögn Ylfu Helga­dótt­ur, ann­ars þjálf­ara landsliðsins er kokka­landsliðið tölu­vert frá­brugðið hefðbundn­um landsliðum. „Þetta er rosa­lega tíma­frekt og all­ur und­ir­bún­ing­ur er lang­ur og strang­ur,” en valið núna miðar að þvi að velja það lið sem mun keppa fyr­ir Íslands hönd á heims­meist­ara­móti landsliða í mat­reiðslu sem fram fer í Lúx­emburg á næsta ári.

Valið fer fram með þeim hætti að fyrst þurfa áhuga­sam­ir að gefa kost á sér. Verk­efnið sé í eðli sínu það stórt að ekki er hægt að ganga sjálf­krafa út frá því að fólk hafi kost á að sinna því þótt í því fel­ist mik­il upp­hefð. Því sé ferlið með þess­um hætti og síðan er valið úr hópi um­sækj­enda.

Jafn­framt fylg­ir liðinu öfl­ug­ur hóp­ur aðstoðarmanna og seg­ir Ylfa að þeirra vinnu­fram­lag sé litlu minna en landsliðsins. Því sé al­gengt að fólk byrji sem aðstoðar­menn og fari svo upp í sjálft landsliðið.

Liðið skipa þrett­án ein­stak­ling­ar en þar af eru tveir þjálf­ar­ar; þau Ylfa, sem er yf­ir­mat­reiðslumaður á KOP­AR og Garðar Kári Garðars­son yf­ir­mat­reiðslumaður á Strik­inu. Að auki er liðið með fimm fag­lega ráðgjafa þannig að öll um­görð í kring­um liðið er mik­il og góð. Að sögn Ylfu eru tölu­verðar breyt­ing­ar á liðinu en það skipa nú fjór­ir ein­stak­ling­ar sem áður voru aðstoðar­menn, einn sem er að koma aft­ur eft­ir fjar­veru og síðan eru tveir al­veg nýj­ir.

Það verður spenn­andi að fylgj­ast með landsliðinu á kom­andi miss­er­um enda öfl­ug­ur hóp­ur sem á eft­ir að láta að sér kveða.

Landslið Íslands skipa þau Ylfa Helga­dótt­ir og Garðar Kári Garðar­son sem jafn­framt eru þjálf­ar­ar liðsins. Haf­steinn Ólafs­son, Hrafn­kell Sig­ríðar­son, Ari Þór Gunn­ars­son, Maria Shram­ko, Georg Arn­ar Hall­dórs­son, Sig­urður Ágústs­son, Chi­dapha Kung, Kara Guðmunds­dótt­ir, Þor­steinn Geir Krist­ins­son, Den­is Grbic, Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir og Snæ­dís jóns­dótt­ir, sem gegn­ir hlut­verki yfir-aðstoðar­manns