Kokkalandsliðið hlaut Hvatningaverðlaun IMFR við hátíðlega athöfn sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 31. janúar. Hátíðarræður fluttu Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur hlaut gullverðlaun sem Heiðursiðnaðarmaður IMFR 2015 og nýsveinum sem skarað hafa fram úr voru veittar viðurkenningar. Á myndinni eru liðsmenn ásamt forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og Elsu Haraldsdóttur formanni Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.