Chicago, 1991

Alþjóðleg matreiðslukeppni í Chicago – Árið 1991

Það var matreiðslukklúbburinn Framandi sem stofnaði upphaflega Íslenska Kokkalandsliðið sem síðar tók þátt í alþjóðlegu matreiðslukeppninni í Chicago árið 1991. Framandi var klúbbur fyrir þá sem á þeim tíma voru ekki gjaldgengnir í Klúbb Matreiðslumeistara, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur séu meðlimir í Alþjóðasamtökum matreiðslumanna en Íslandsdeild þeirra er Klúbbur Matreiðslumeistara. Eftir keppnina fengu allir meðlimir í Framanda heiðursorðuna Gordon Blue og inngöngu í KM og þá fjaraði Framandi út.


Keppnin tók fjóra daga og keppt var bæði í heita og kalda, en Íslenska Kokkalandsliðið fékk silfur og brons.


Matseðillinn í heita var eftirfarandi:

Vatnakrabbasúpa með geddurúllum

Salat með gröfnu lambi og balsamískri vínediksósu

Önd að hætti Reykjavíkur borin fram með sveppaúrvali og rósmarínilmandi sósu

Eftirréttur „Apple Bavarian” með ananassósu og bláberju


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1991:

  • Ásgeir Helgi Erlingsson
  • Baldur Öxdal Halldórsson
  • Bjarki Hilmarsson
  • Úlfar Finnbjörnsson
  • Örn Garðarsson
  • Sigurður L Hall
  • Sverrir Halldórsson
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Global Junior Chef Challenge lokið á Rimini
Eftir Þórir Erlingsson 16. febrúar 2025
Bjarki og María búin að skila
17. janúar 2025
Langar þig í ungkokkalandsliðið?
14. janúar 2025
Klúbbur matreiðslumanna - hátíðarkvöldverður
10. janúar 2025
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. mbl.is/Árni Sæberg
8. janúar 2025
Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan
Eftir Árni Þór Árnason 23. desember 2024
Kokkalandsliðið óskar velunnurum, vinum, vandamönnum og bakhjörlum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Eftir Þórir Erlingsson 5. nóvember 2024
Hópurinn sem æfir fyrir Heimsmeistaramótið í nóvbember 2026
Sýna fleiri fréttir
Share by: