Kokkalandsliðið var heiðrað fyrir frammistöðu sína á síðasta ári af baklandi sínu í Klúbbi matreiðslumeistara sem sér um allan rekstur liðsins. Viðurkenningin var afhent á aðalfundi klúbbsins 21.mars á Icelandair Hótel Natura þar sem fjöldi félaga Kokkalandsliðisins úr hópi matreiðslumanna voru saman komnir.