Björn Bragi Bragason
Fæddur: 7. desember 1978
Maki: Erna Kristín Ernudóttir, þrír synir 3, 7 og 9 ára og nokkrir fiskar
Námsstaður: Hótel Borg 1999 meistari Örn Garðarsson
Keppnisreynsla: Keppt nokkrum sinnum í Kokkur ársins 1999 – 2006 besti árangur 2 sæti. Þjálfað keppendur fyrir norrænu nemakeppnina og ungkokka. Dómararéttindi frá 2007, dæmt í kokkur ársins, nordic chef ofl, keppnum
Staða í liðinu: Forseti KM sem á og rekur Kokkalandsliðið, ber ábyrgð á rekstri liðsins
Eftirminnilegasta matarupplifunin: Fyrsta sinn sem ég borðaði á Michelin stað, og ég fékk óskrældar mandarínur sem fyrri desert, var í smá stund að fatta það og geri ekki alminnilega enn
Áhugamál: Fjölskyldan, ferðalög, veiða, golf
Mánudagsmaturinn: Soðin ýsa nýjar kartöflur rófur og fullt af smjöri
Ómissandi eldhústæki: Uppþvottavélin, gerir lífið svo mikklu einfaldara sama hvort það er í vinnunni eða heima.
Skemmtileg saga af mat: Ég var nemi og var að vinna í Danmörku, var sendur til að sækja lárviðarlauf, ég var búinn að leita útum allt niðri í kjallara inná þurrlager og öllum þeim skúmaskotum sem voru í húsinu svo loks þegar ég fattaði að ég átti að fara útá tröppur og týna laufblöðin af trénu sem ég labbaði framhjá á hverjum degi til að komast inná veitingastaðinn. Mér leið aðeins eins og hellisbúa.