Bjarni Siguróli Jakobsson

Bjarni Siguróli Jakobsson

Fæðingarár: 1988.
Stjörnumerki: Ljón.

Fjölskylda: Er í sambúð með Hildi Helgu Kristinsdóttur lögfræðingi.
Útskriftarár: 2009.
Vinnustaður: Geiri Smart á Canopy hótel.
Þátttaka í keppnum: 2. sæti í NKF, Norðurlandakeppni Matreiðslumanna 2013 í Gautaborg í Svíþjóð, 1. sæti Matreiðslumaður ársins á Íslandi 2012, 2. sæti í Nordic Challenge 2012 í Aarhus í Danmörku, aðstoðarmaður Þráins Freys Vigfússonar í Bocuse d’Or úrslitakeppni í Lyon, Frakklandi 2011, aðstoðarmaður Þráins Freys Vigfússonar í Bocuse d’Or í Europe undankeppni í Genf, Belgíu 2010, 6. sæti í NKF, Norðurlandakeppni Matreiðslumanna 2010 í Herning, Danmörku, WildCard (U23), liðsstjóri Ungkokka Íslands (U23 Culinary Team of Iceland) 2009 og 2010, 1. sæti sem nemi/aðstoðarmaður Jóhannesar S. Jóhannessonar í Matreiðslumaður ársins á Íslandi 2009, 3. sæti sem nemi/aðstoðarmaður Alian Poulsen í NKF, Norðurlandakeppni Matreiðslumanna 2009 í Reykjavík, Íslandi, 3. sæti ásamt Ara Þór Gunnarssyni í Norrænu Nemakeppninni í matreiðslu 2009 í Lundi, Svíþjóð, aðstoðarmaður Hallgríms F. Sigurðssonar í Nordic Challenge 2009 í Kaupmannahöfn, Danmörku, 1./2. sæti ásamt Ara Þór Gunnarssyni í Nemakeppninni í matreiðslu 2008, 3. sæti sem nemi/aðstoðarmaður Hallgríms F. Sigurðssonar í Matreiðslumaður ársins á Íslandi 2008.
Styrkleiki í eldhúsinu: Yfirvegaður, skipulagður og útsjónarsamur en fyrst og fremst hef ég virkilega gaman af því að elda.
Uppáhaldshráefnið: Það ferskasta sem býðst hverju sinni.
Besta ráðið í eldhúsinu: Að draga andann og hafa ástríðu fyrir því sem maður er að gera og ekki gleyma því að brosa.
Fyrirmyndin: Margir af þeim fjölbreyttu og frábæru matreiðslumönnum sem ég hef unnið með og kynnst í gegnum tíðina.
Áhugamál: Fyrir utan eldhúsið er það útivist, tónlist, íþróttir, hljóðtækni, kvikmyndir og Ísland almennt.
Mánudagsmaturinn: Ef það væri eitthvað reglulegt þá væri það líklega steiktur fiskur og tilheyrandi.
Eftirminnilegasta matarupplifunin: Þegar ég bragðaði fyrst grænmetislasagnað hjá unnustunni, alveg til fyrirmyndar!
Hvaða eldhúsgræju geturðu ekki verið án: Tímaklukku…hef ekkert sérstaklega gott tímaskyn en þá koma tímaklukkur, “alarms” og “reminders” að góðum notum. iPhone er með’etta!