Axel Clausen
Fæðingarár: 1988.
Stjörnumerki: Meyja.

Fjölskylda: Clausen ættin, ættaður frá Akureyri í móðurætt og frá Grænhöfðaeyjum, (cape verde islands) í föðurætt. Ólst upp á Akureyri til 17 ára aldurs og flutti svo til Reykjavíkur í mekka veitingastaðanna til að byrja á samning og klára skólann.
Útskriftarár: 2009.
Vinnustaður: Yfirkokkur á Fiskmarkaðnum.
Þátttaka í keppnum: Keppti með ungkokkalandsliðinu í Dublin þar sem keppt var í heitum mat og fengu gull. Aðstoðarmaður í keppninni Matreiðslumaður ársins 2008 með Rúnari Larsen sem náði 3. sæti.
Styrkleiki í eldhúsinu: Skipulag, agi, skýr í hausnum, vinnusemi, hreinlæti, efnafræðikunnátta, auðvelt með að aðlagast nýjungum.
Uppáhaldshráefnið: Fiskur og grænmeti er mitt uppáhaldshráefni, aðferðir og útfærslur eru endalausar og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt .
Besta ráðið í eldhúsinu: Að eiga beittan og góðan hníf sem hentar þér vel, ekki of þungur og ekki of léttur, skaftið á að vera þægilegt og betra er að eyða aðeins meiri pening í hann heldur en minni.
Fyrirmyndin: Hef ekki endilega beint einhverja fyrirmynd, en ég hef nokkra. uppáhaldskokka sem að mínu mati hafa gert það hrikalega gott í gegnum tíðina og gera það ennþá eins og Heston Blumental, Gordon Ramsay, Rene Redzepi og áfram mætti telja.
Áhugamál: Ég hef mjög gaman af fluguveiði, veiði mikið yfir sumartímann ásamt því að spila mikið golf.
Mánudagsmaturinn: Pítan veitingastaður í hádeginu er eitthvað sem er fastur liður hjá mér, svo um kvöldið þá er yfirleitt búið til eitthvað sem maður finnur í ísskápnum.
Eftirminnilegasta matarupplifunin: Vorið 2013 fór ég á Dinner By Heston sem er í London. Þarna var allt gjörsamlega “spot on” og fékk ég að sjá frábær tilþrif í salnum ásamt því að það var opið eldhús og sá maður kokkana vera að undirbúa og stilla upp diskum. Eins og flestir vita þá er hann einn af fremstu veitingastaðakokkum í heimi og dásamleg upplifun að smakka matinn hans þar sem efnafræðin skiptir miklu máli þegar er verið að undirbúa matinn.
Hvaða eldhúsgræju geturðu ekki verið án: Hnífurinn.