Atli Þór Erlendsson

Fæðingarár: 1987.
Stjörnumerki: Ljón.
Fjölskylda: Maki, Sólveig Ingólfsdóttir, barn Eyrún Edda Atladóttir.
Útskriftarár: 2011
Vinnustaður: Grillið.
Þátttaka í keppnum: Sigraði í matreiðslumaður ársins 2015 – keppti því í norðurlandakeppninni sama ár (tapaði :(). Gull í heitum mat með Ungkokkum Íslands í Dublin 2011. Aðstoðarmaður í liði Þráins, þegar hann keppti í Bocuse d’Or 2011. Staða í liði: Segja brandara, uppvask og önnur tilfallandi verkefni. Annars sé ég um aðalrétt í 5 rétta matseðlinum auk forréttar og aðalréttar í grænmetis matseðli fyrir kalda borðið. Er svo í eftirréttinum fyrir heita. Besta eldhúsráðið: Þolinmæði.
Styrkleiki í eldhúsi/liði: Yfirsýn.
Fyrirmyndin: Held að ég geti ekki gert upp á milli þeirra fjölda matreiðslumanna sem hafa á einhvern hátt veitt mér innblástur í gegnum tíðina.
Skemmtilegast að elda: Alvöru hráefni. Uppáhalds matur: Kjúklingur hjá mömmu.
Áhugamál önnur en matreiðsla: Ég hef gaman að útivist ýmis konar og veiði auk þess sem ég fylgist með íþróttum, en boltaíþróttir eru þar fyrirferðamestar.
Mánudagsmaturinn: Ætli það verði ekki að vera mánudagsfiskurinn.
Sunnudagsbrönsinn: Spæl egg, beikon. KAFFI.
Eftirminnilegasta matarupplifunin: Sennilega Pollen Street Social í Lundúnum, en þar upplifði ég þá fagmannlegustu þjónustu sem ég hef nokkurntíma orðið vitni að.
Hvaða elshúsgræju geturðu ekki verið án: Skeiðar, það er ekki til það verkefni sem ekki er hægt að inna af hendi með skeið.